Kalaallit Nunaat (Grænland)
Suðurhluti Grænlands, sér í lagi í kringum Qarqortoq, Narsaq og Nanortalik, er afar áhugavert rannsóknarsvæði. Hér munu rannsóknaraðilar geta fylgst með mengun og lífjarðefnafræðilegum ferlum í straumum frá Norður-Atlantshafi til Labradorhafs. Fjölbreytt lífsviðurværi og atvinnustarfsemi, m.a. landbúnaður, fiskveiðar, veiðar, söfnun og ferðamennska auk menningarlegs fjölbreytileika, t.d. inúítasamfélaga í Grænlandi og hagsmunaaðila á staðnum sem auka fjölbreytnina á svæðinu og eru miðpunktur þekkingaröflunar varðandi áhrif loftslagsbreytinga og mengunar á samfélögin og vistkerfin, auk þróunar aðferða til aðlögunar og til að draga úr þessum áhrifum.
Ísland
Jöklar á Íslandi bráðna hratt sem leiðir til breytinga á landslagi og helstu jökuláa sem renna í firðina, bæði við Akureyri og Húsavík. Áhrif loftslagsbreytinga á sjóinn norðan við Ísland og strandsvæðin auka á súrnun sjávar, útbreiðslu ágengra tegunda og mengun frá skipaumferð, þ.m.t. skemmtiferðaskipum, togurum og hvalaskoðunarskipum, sem hafa áhrif á fiskveiðar, ferðamennsku og framleiðslu landbúnaðarafurða á Akureyri og Húsavík.
Svalbard
Hröð bráðnun freðhvolfsins (snjóbreiðu, sífrera og sjávaríss) á eyjaklasa Svalbarða hefur aukið á innstreymi Atlantshafsstrauma á norðurslóðum. Suður-Spitsbergen (Sørkapplandi) er eitt af rannsóknarsvæðum okkar á Svalbarða, þar sem það er fyrsta mögulega uppsöfnunarsvæði sjávarrusls sem borið er með hafstraumum. Rannsóknir á þessu svæði munu auðvelda söfnun samanburðargagna um mengun. Á hinu rannsóknarsvæði okkar í Norður-Spitspergen munu rannsóknir okkar bæta við langtímamælingar á hraðri bráðnun jökla og snjóbreiðu.