Persónuverndarstefna

Almennt

Við virðum einkalíf þitt og höfum einsett okkur að veita öfluga persónuvernd. Í þessari persónuverndarstefnu eru gefnar upplýsingar um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, meginreglur um vinnslu þeirra og hver réttur þinn er í tengslum við þínar persónuupplýsingar.

Háskólinn í Oulu og Kaskas Media Oy vinna persónuupplýsingar þínar í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og gildandi lög og því viljum við biðja þig um að lesa þessa stefnu vandlega. Það kann að vera að við uppfærum þessa persónuverndarstefnu af og til í tengslum við breytta verkferla eða breytingar á gildandi lögum. Hægt er að finna uppfærðu persónuverndarstefnuna á vefsíðunni okkar og því viljum við biðja þig um að heimsækja þessa síðu af og til.

Með því að nota vefsíðu okkar eða eiga í samskiptum við okkur samþykkir þú að við vinnum úr persónuupplýsingum þínum samkvæmt þessari persónuverndarstefnu.

Hvern get ég haft samband við í tengslum við persónuvernd?

Ábyrgðaraðili: Háskólinn í Oulu, Pentti Kaiteran katu 1, 90570 Oulu, Finnlandi
Samskiptaupplýsingar:
Nafn: Élise Lépy
Starfstitill: Rannsakandi
Netfang: elise.lepy@oulu.fi

Gagnavinnsluaðili: Kaskas Media Oy, Mechelininkatu 3 D, 00100 Finnlandi

Samskiptaupplýsingar
Nafn: Marika Ahonen
Starfstitill: Samskiptasérfræðingur
Netfang: marika.ahonen@kaskas.fi

Í hvaða tilgangi er persónuupplýsingum safnað og í hvað eru þær notaðar?

Við söfnum, geymum og vinnum persónuupplýsingar þínar eingöngu í fyrirframskilgreindum tilgangi. Helstu markmiðin með vinnslu á persónuupplýsingunum þínum eru:

  • samskipti í tengslum við verkefni (fréttabréf og boð á viðburði) og svör við samskiptabeiðnum.

Hvaða gögnum safnið þið um mig og hvaðan eru þær fengnar?

Fyrst og fremst söfnum við persónuupplýsingum um þig frá þér sjálfri/sjálfum þegar þú hefur samband við okkur eða notar þjónustuna okkar. Einnig getur verið að við söfnum persónuupplýsingum um þig frá opinberum aðilum og -skrám, svo sem samfélagsmiðlum eða vefsvæðum stofnana. Við söfnum einnig persónuupplýsingum um gesti á vefsvæðinu okkar með Google Analytics til að við getum betur greint notkun þeirra sem heimsækja það, þróað það frekar og til að miðla viðeigandi markaðsefni til viðskiptavina okkar og gesta vefsvæðisins.

Alla jafna fáum við eftirfarandi persónuupplýsingar beint frá þér:

  • Nafn
  • Netfang
  • Símanúmer

Við kunnum einnig að vinna úr eftirfarandi persónuupplýsingum sem fengnar eru úr opinberum gagnagrunnum, frá opinberum aðilum eða einstaklingum sem starfa í tengslum við verkefnið:

  • Nafn
  • Netfang
  • Símanúmer

Á hvaða grundvelli vinnið þið úr persónuupplýsingum mínum?

Við tryggjum að það sé alltaf lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum. Það kann að vera að við vinnum úr upplýsingunum þínum af mörgum ólíkum ástæðum. Í öðru lagi kann að vera að við vinnum úr gögnum þínum á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar, sem er að reka og þróa vefsvæði og fréttabréf rannsóknarverkefnisins okkar.

Hver vinnur úr persónuupplýsingunum mínum og eru þær fluttar til annarra?

Persónuupplýsingarnar þínar eru fyrst og fremst meðhöndlaðar af aðilum innan verkefnisins okkar. Það kann að vera að við útvistum ákveðnum hlutum vinnslunnar til þriðju aðila, svo sem gagnakerfum sem notuð eru til að geyma og vinna úr persónuupplýsingum (MailChimp, Google Drive). Í slíkum tilvikum byggjum við á samningum og öðrum aðferðum til að tryggja að persónuupplýsingarnar þínar séu varðar og að vinnsla fari fram á löglegan hátt. Það kann einnig að vera að við birtum upplýsingar til að uppfylla aðrar samningsbundnar eða lagalegar skyldur okkar eða þegar lagaheimild krefst upplýsingagjafar.

Google Analytics er notað við þróun og gæðaeftirlit fyrir vefþjónustuna til að mæla notkunargögn netþjónustunnar og greina gögnin sem safnað er. Rakning heimsókna auðkennir ekki einstaklinga. Hægt er að nota IP-tölu gesta til að ákvarða fyrir hvaða stofnun viðkomandi IP-tala er skráð ásamt landfræðilegri staðsetningu gestsins. Nánari upplýsingar um Google Analytics. Ef lokað fyrir uppsetningu á vafrakökum getur það haft áhrif á virkni vefsvæðisins og notkun á þjónustu sem veitt er í gegnum vefsvæðið. Með því að nota vefsvæðið samþykkir þú vinnslu á þínum persónuupplýsingum.

Að auki inniheldur vefsvæði ICEBERG samfélagsmiðlatengingar þriðju aðila, s.s. MailChimp, Instagram, Twitter, Facebook, LinkedIn og YouTube. Samfélagsmiðlatengingar þriðju aðila eru sýnilegar í gegnum ICEBERG vefþjónustuna, en innihald þeirra er sótt beint af netþjónum þjónustuveitenda. Upplýsingar um samfélagsmiðlatengingar sem gestir nota til að tengjast samfélagsmiðlum eru fluttar í vöktunargögn viðkomandi þjónustu þriðja aðila. ICEBERG vefþjónustan sendir ekki út upplýsingar um notendur í gegnum samfélagsmiðlaviðauka.

Eru upplýsingarnar mínar fluttar út fyrir ESB-löndin?

Sjálfgefin stilling er að upplýsingarnar þínar eru ekki fluttar út fyrir ESB. Mögulegur flutningur myndi aðeins eiga við tilvik þar sem sumir netþjónanna þar sem gögnin okkar eru geymd væru staðsettir utan ESB (t.d. Mailchimp, Google Drive, Microsoft Teams). Í slíkum tilvikum munum við ganga úr skugga um að gögnin þín séu flutt og meðhöndluð í samræmi við lög og að viðhöfðum viðeigandi öryggisráðstafanir.

Hversu lengi eru upplýsingarnar mínar vistaðar?

Við munum eingöngu varðveita persónuupplýsingarnar þínar þar til tilgangurinn með vörslunni hefur verið uppfylltur. Öllum persónuupplýsingum verður eytt eigi síðar en fimm árum eftir að rannsóknarverkefninu lýkur. Við ætlum okkur einnig að gæta þess að upplýsingarnar þínar séu uppfærðar.

Hvernig eru upplýsingarnar mínar vistaðar og varðar?

Upplýsingarnar þínar eru geymdar á netþjónum sem þjónustuveitendur okkar halda úti, sem eru varðir í samræmi við almenna staðla og venjur í iðnaðinum. Við lítum á persónuupplýsingar þínar sem trúnaðarmál og varðveitum þær með þeim hætti. Við birtum þær ekki öðrum en þeim sem þurfa á þeim að halda vegna vinnu sinnar eða samkvæmt gagnaverndarsamningum við undirverktaka okkar. Aðgangur að persónuupplýsingunum þínum er varinn með notendasértækum innskráningum, aðgangsorðum og notendaréttindum.

Notar vefsvæðið ykkar vafrakökur og hvað eru þær?

Við notum vafrakökur á vefsvæðinu okkar til að geta boðið gestum okkar upp á betri notendaupplifun. Vafrakökur eru litlar textaskrár sem er komið fyrir í tölvu netnotanda og eru hannaðar til að geyma hóflegt magn af gögnum sérstaklega fyrir notanda og vefsvæði. Vafrakökur veita okkur upplýsingar um hvernig notendur nota vefsvæðið okkar. Við kunnum að nota vafrakökur til að þróa vefsvæðið okkar, greina notkun vefsvæðisins og nota sem hluta af miðuðu og bestuðu markaðsefni. Ef þú vilt ekki fá vafrakökur getur þú stillt vafrann þinn þannig að þær séu óvirkar. Athugaðu að í flestum vöfrum eru vafrakökur samþykktar sjálfkrafa. Ef þú slekkur á vafrakökum skaltu athuga að það getur leitt til þess að tiltekin þjónusta á vefsvæðinu okkar virki ekki sem skyldi.

Hvaða rétt hef ég í tengslum við persónuupplýsingarnar mínar?

Réttur til að draga til baka samþykki
Þú getur afturkallað samþykki þitt með því að láta okkur vita, t.d. með því að senda tölvupóst á tengiliðinn.

Réttur til að fá aðgang að upplýsingum
Þú átt rétt á að fá staðfest hvort við vinnum persónuupplýsingar þínar og einnig að vita hvaða upplýsingar við höfum um þig. Að auki átt þú rétt á ákveðnum viðbótarupplýsingum sem lýst er í lögum um vinnslustarfsemina.

Réttur á því að láta leiðrétta villur
Þú hefur rétt til að biðja um að við leiðréttum allar ónákvæmar eða úreltar persónuupplýsingar sem við höfum um þig.

Réttur til að andmæla vinnslu
Ef við vinnum persónuupplýsingar þínar á grundvelli almannahagsmuna eða lögmætra hagsmuna okkar átt þú rétt á að andmæla vinnslu gagna þinna að því marki sem engin slík veruleg önnur ástæða er til að ganga framar rétti þínum eða ef vinnslan telst ekki nauðsynleg til að uppfylla lagalegar kröfur. Athugaðu að í slíkum tilvikum kann að vera að við getum ekki veitt þér þjónustuna áfram.

Réttur til að takmarka vinnslu
Við ákveðnar aðstæður átt þú rétt á að biðja um að við takmörkum vinnslu á persónuupplýsingunum þínum.

Réttur til að flytja upplýsingar
Ef við vinnum persónuupplýsingar þínar á grundvelli samþykkis þíns eða til að efna samninginn átt þú rétt á að krefjast þess að fá þær upplýsingar fluttar sem þú hefur látið okkur í té til annars þjónustuveitanda á almennu rafrænu sniði.

Hvernig get ég nýtt mér rétt minn?

Þú getur framkvæmt og nýtt þér rétt þinn með því að hafa samband við okkur, til dæmis með því að senda tölvupóst á tengiliðinn. Mundu að við munum þurfa að staðfesta hver þú ert. Ef þú telur að vinnsla persónuupplýsinga þinna sé ólögmæt geturðu einnig sent tilkynningu til eftirlitsyfirvalda (umboðsmanns persónuverndar, tietosuoja(at)om.fi).

Má uppfæra þessa persónuverndarstefnu?

Við megum uppfæra þessa persónuverndarstefnu þegar starfsemi okkar breytist eða þróast. Lagabreytingar kunna að valda því að við þurfum að uppfæra þessa persónuverndarstefnu. Breytingarnar taka gildi þegar við höfum birt þær sem uppfærða persónuverndarstefnu. Því skaltu vinsamlegast heimsækja þessa síðu af og til og lesa yfir persónuverndarstefnuna.

Fáðu áskrift að fréttabréfinu okkar

Fáðu áskrift að fréttabréfinu okkar og fáðu fréttir af framvindu verkefnisins.

Skrá sig á

Hafa samband

Vísindalegur samhæfingarstjóri

Próf. Thora Herrman
University of Oulu
thora.herrmann@oulu.fi

Verkefnisstjóri

Dr. Élise Lépy
University of Oulu
elise.lepy@oulu.fi

Samskipti

Marika Ahonen
Kaskas
marika.ahonen@kaskas.fi

Innovative Community Engagement for Building Effective Resilience and Arctic Ocean Pollution-control Governance in the Context of Climate Change

ICEBERG has received funding from the European Union's Horizon Europe Research and innovation funding programme under grant agreement No 101135130

Persónuverndarstefna