Samantekt ICEBERG verkefnisins 2024
Fyrsta ár ICEBERG verkefnisins er senn á enda. Í þessum pistli líta Thora Herrmann og Élise Lépy, sem leiða rannsóknarteymið, yfir árangur og tölur ársins og segja frá væntingum sínum fyrir 2025.
Fyrsta ár ICEBERG verkefnisins er senn á enda. Í þessum pistli líta Thora Herrmann og Élise Lépy, sem leiða rannsóknarteymið, yfir árangur og tölur ársins og segja frá væntingum sínum fyrir 2025.
Kæru vinir ICEBERG verkefnisins,
Margt hefur gerst síðan ICEBERG hóf göngu sína í janúar 2024. Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem við höfum hitt og verið í samstarfi við á árinu sem er að líða.
Það gleður okkur að segja frá því að fyrsta vettvangsvinnutímabilinu er nú lokið, með farsælli rannsóknarvinnu á Svalbarða, Íslandi og Grænlandi. Rannsóknarteymi okkar ásamt nærsamfélögum hafa safnað mikilvægum gögnum en án samvinnu hefði það ekki verið mögulegt.
Fyrstu lotu gagnagreiningar er þegar lokið og fyrstu kortin af svæðum þar sem rusl úr sjó safnast helst saman hafa litið dagsins ljós. Nú erum við að undirbúa okkur fyrir vettvangsvinnutímabilið sem framundan er árið 2025.
Þá hefur rafrænum mengunarvöktunarvettvangi fyrir íbúa nærsamfélagsins verið komið á fót en þar eru íbúar þegar virkir í að hlaða upp gögnum og ábendingum um mengun. Kærar þakkir til allra þeirra sem nú þegar hafa hlaðið upp gögnum. Ef þú býrð á norðurslóðum yrðum við þakklát ef þú ert til í að deila þínum athugunum með okkur!
Við í ICEBERG teyminu ásamt samstarfsaðilum okkar höfum kynnt vinnuna á ýmsum alþjóðlegum viðburðum, þar á meðal EU Science Week og Atlantic & Arctic Lighthouse Weekly Hour. Þar að auki hafði ICEBERG verkefnið virka aðild að síðustu samningalotu Umhverfisstofnunar Sameinuðu Þjóðanna (UNEP) um að ná bindandi alþjóðlegu samkomulagi um að draga úr plastmengun sem fram fór í Busan nýverið.
Við höfum sömuleiðis hafið spennandi samstarf við systurverkefni okkar, ILLUQ og ArcSolution, sem fjármögnuð voru í sömu styrkúthlutun og ICEBERG. Með því að sameina krafta okkar eflum við viðleitni okkar til þess að ná sameiginlegum markmiðum og við reiknum með áframhaldandi samstarfi á meðan verkefninu vindur fram.
Þar sem árið er senn á enda viljum við þakka samstarfsaðilum, vinum og öllum þeim sem staðið hafa við bakið á okkur fyrir vinnuframlag sitt og stuðning á árinu sem er að líða. Farsæl vinna ársins 2024 er ykkar framlagi að þakka og okkur hlakkar til þeirra spennandi tíma sem framundan eru.
Það er ýmislegt áhugavert á döfinni árið 2025: Nýtt vettvangsvinnutímabil hefst á Svalbarða, Íslandi og Grænlandi, svæði þar sem rusl safnast mest fyrir verða kortlögð, þróun mengunarvarna og mengunarvöktunar í samstarfi við nærsamfélög heldur áfram, framkvæmdar verða greiningar á rusli á ströndum byggðar á myndefni úr time-lapse myndavélum, hafist verður handa við sýnatökur og ræktun til að kanna vatnsgæði, greining heilsutengdra gagna verður dýpkuð, fyrsta yfirlit okkar um stefnu verður birt og margt fleira! Fylgist með því sem framundan er og kærar þakkir fyrir áframhaldandi stuðning!
Bestu óskir um gleði og frið um hátíðarnar og gæfuríkt nýtt ár!
Thora Herrmann & Élise Lépy
ljósmyndari: Tahnee Prior, Women of the Arctic.
Fáðu áskrift að fréttabréfinu okkar og fáðu fréttir af framvindu verkefnisins.
Skrá sig áPróf. Thora Herrman
University of Oulu
thora.herrmann@oulu.fi
Dr. Élise Lépy
University of Oulu
elise.lepy@oulu.fi
Marika Ahonen
Kaskas
marika.ahonen@kaskas.fi
Innovative Community Engagement for Building Effective Resilience and Arctic Ocean Pollution-control Governance in the Context of Climate Change
ICEBERG has received funding from the European Union's Horizon Europe Research and innovation funding programme under grant agreement No 101135130